Vísindamenn prenta 3D hjarta sem slær

Ljósmynd/Canva

Vísindamenn frá háskólanum í Minnesota hafa þróað blek sem gerir þeim kleift að prenta þrívíddarprentað mannshjarta sem slær. Blekið, framleitt úr stofnfrumum, gerði rannsóknarteyminu kleift að þrívíddarprenta eftirmynd ósæðar – nú með fleiri hólfum, sleglum og sterkari vöðvafrumum en áður hefur verið mögulegt. Í framtíðinni gætu líffæri sem eru búin til á þennan hátt verið notuð til tilrauna fyrir ýmis lyf og tæki, auk þess að nýtast sem líkön fyrir erfðasjúkdóma.

Rannsóknin var birt á forsíðu Circulation Research þar sem var fjallað ítarlega um hana og er blaðið gefið út af American Heart Association (AHA).

Áður hafa vísindamenn reynt að þrívíddarprenta hjartavöðvafrumur sem fengnar voru úr því sem kallað er fjölþættar stofnfrumur úr mönnum. Fjölþættar stofnfrumur eru frumur sem geta þróast í allar frumur líkamans. Vísindamenn hafa verið að endurforrita þessar stofnfrumur í hjartavöðvafrumur og nota síðan sérhæfða þrívíddarprentara til að prenta þær í þrívídd. Vandamálið var að vísindamenn gátu aldrei náð mikilvægum þéttleika frumnana til þess að hjartavöðvafrumurnar virkuðu í raun.

Þessi uppgötvun gæti haft gríðarlega mikil áhrif á rannsóknir á hjartasjúkdómum, sem er aðal orsök dauða í Bandaríkjunum og drepur fleiri en sex hundruð þúsund manns á ári þar í landi.