Rannsóknir sanna áður duldar gáfur náttúrunnar

Íslendingar njóta þeirra forréttinda að það er aldrei langt að sækja í náttúruna. Ljósmynd/Canva

Bylting hefur átt sér stað þegar kemur að vísindalegum skilning á trjám og Peter Wohlleben var fyrsti rithöfundurinn sem miðlaði þekkingunni um þessi undur til almennings. Nýjustu vísindarannsóknirnar, sem gerðar hafa verið við virta háskóla í Þýskalandi og víða um heiminn, staðfesta það sem rithöfundinum hefur lengi grunað: Tré eru miklu meira vakandi, félagslegri, fágaðari – og jafnvel gáfaðari – en við héldum.

Trén nota rótarkerfið, oftast kallað “The Wood-Wide Web”, til þess að eiga samskipti og deila á milli sín næringarefnum og vatni í gegnum sveppagró í jarðveginum. Þau senda til dæmis viðvörunarmerki um þurrka, sjúkdóma eða skordýraárásir og önnur tré sem fá þessi skilaboð breyta hegðun sinni samkvæmt því.

Sem eins konar gjald fyrir þjónustu neyta sveppirnir um 30 prósent af sykrinum sem tré framleiða úr sólarljósi. Sykurinn er það sem viðheldur sveppunum og þeir skanna svo jarðveginn fyrir köfnunarefnum, fosfór og öðrum steinefnum, sem síðan eru tekin upp og neytt af trjánum.

Sem dæmi um samskiptahæfni trjáa má nefna:

  • Þegar gíraffi tyggur laufblöð af akasíutré tekur tréð eftir sárunum og gefur frá sér neyðarmerki í formi etýlengass. Þegar nálægar akasíur verða varar við gasið byrja þær að dæla tanníni í laufin. Í nógu miklu magni geta svo þessi efnasambönd veikt eða jafnvel drepið stóra grasbíta. Gíraffar eru meðvitaðir um þetta, þar sem þeir hafa þróast með akasíum, og þess vegna mæla þeir út vindáttina og tryggja að viðvörunargasið nái ekki til trjánna sem þeir stefna næst að. Ef það er enginn vindur gengur gíraffi venjulega 100
    metra – lengra en etýlen gas getur borist í kyrru lofti – áður en hann nærist á næstu akasíu. Jafnvel væri hægt að segja að gíraffar viti að trén tali saman. 
  • Tré geta greint lykt í gegnum lauf sín, sem Peter Wohlleben flokkar sem lyktarskyn. Þau hafa líka tilfinningu fyrir bragði. Þegar álmatré og furutré verða fyrir árásum lifra sem éta laufin þeirra bera þau kennsl á munnvatn lifranna og losa ferómón sem laða að sér ákveðna tegund af vespum. Vespurnar verpa eggjum sínum í lifrurnar og vespulirfurnar éta svo lifrurnar að innan. 
  • Rannsókn gerð í þýska háskólanum Leipzig og German Centre for Integrative Biodiversity Research sýnir fram á færni trjáa til þess að bera kennsl á munnvatn dádýra. Þegar dádýr bítur í grein verndar tréð sig með því að senda ákveðni efni í greinina þannig að laufin bragðast skyndilega illa. Trén gera greinarmun á því þegar það er manneskja sem brýtur greinina og sendir þá annarskonar efni sem heila sárið sem varð til.

Bókin The Hidden Life of Trees eftir Peter Wohlleben hefur fengið góða dóma og er meðal annars hægt að nálgast hér.