Hvers vegna við lifum lengur en áður

Uppgröftur beinagrinda Engilsaxa leiddi nýjar staðreyndir í ljós. Ljósmynd/Canva

Undanfarna áratugi hafa lífslíkur aukist til muna um allan heim. Meðalmaður fæddur árið 1960, fyrsta árið sem Sameinuðu þjóðirnar fóru að safna alþjóðlegum gögnum, gat búist við að ná 52.5 ára aldri. Í dag er meðaltalið 72 ára. Í Bretlandi, þar sem skrám hefur verið safnað lengur, er þessi þróun enn sýnilegri. Árið 1841 var gert ráð fyrir því að stúlkur lifðu aðeins til 42 ára aldurs og drengir til 40 ára. Árið 2016 gátu stúlkur hins vegar átt von á því að verða 83 ára og drengir 79 ára. Eðlilegasta útskýringin er sú að bæði kraftaverk nútímalækninga og lýðheilsuátök hafa hjálpað okkur að lifa lengur en nokkru sinni fyrr – en erum við að skilja þetta rétt?

„Líftími manna – andstætt lífslíkum, sem er tölfræðileg uppbygging – hefur í raun alls ekki breyst mikið, eftir því sem ég kemst næst.“ segir Walter Scheidel, sagnfræðingur við Stanford-háskóla og fræðimaður í forn rómverskri lýðfræði. Hann bendir á grundvallarmun á lífslíkum og líftíma.

Heildarlífslíkur hafa því ekki aukist svona mikið vegna þess að við lifum miklu lengur en áður í heild sem tegund. Þær hafa aukist vegna þess að fleiri okkar, sem einstaklingar, eru að komast af til lengri tíma. Það sem við teljum okkur vita um tölfræðilegar lífslíkur rómverja til forna segir okkur að allt að þriðjungur ungbarna dóu fyrir eins árs aldur og helmingur barna fyrir 10 ára aldur. Eftir þann aldur urðu líkurnar þeirra verulega betri. Ef fólk náði 60 ára aldri, þá myndi það líklega verða sjötugt.

Engilsaxar voru fólk sem bjó á suðvestur Stóra-Bretlandi á 5. öld. Ljósmynd/Canva

Fornleifafræðingarnir Christine Cave og Marc Oxenham við Ástralska Þjóðháskólann (ANU) hafa nýlega komist að svipaðri niðurstöðu. Þegar litið var á tanngarð af beinagrindum Engilsaxa sem grafnir voru fyrir um 1.500 árum komust þau að því að af 174 beinagrindum tilheyrði meirihlutinn fólki undir 65 ára aldri – en það voru einnig 16 manns sem dóu á aldrinum 65 til 74 ára og níu sem náðu að minnsta kosti 75 ára aldri.

Því er það betri lýðheilsu aðgerðum að þakka að lífslíkur eru orðnar meiri. Aðgerðir sem kynntar voru til leiks um miðja nítjándu öld, þ.á.m. aukin aðgangur að hreinna drykkjarvatni, betri hreinlætisaðstaða og víðtæk notkun bóluefna, leiddu til fækkandi dauðsfalla. Hámarks líftími okkar hefur því kannski ekki breyst mikið, ef eitthvað, en gríðarlegar framfarir síðustu áratuga hafa aukið lífslíkur og hjálpað okkur að ná hámarkslíftíma og lifa heilbrigðara lífi almennt.