Hvernig myrkrið fellur um sjálft sig
rigningin aðskilur okkur og
sólin birtir manískar efasemdir
inná milli
í stillunni
hjálpum við hvort öðru að standa á fætur
steinarnir
sem við hrösum um
valtir fætur áminning
eilífar tafir og viðkvæmni
það er engin leið framhjá
hún liggur í gegn
bein
stundum umfram
og þá
feykist í höfðinu
kýr og sólblóm
þagnir og gull
Höfundur: Björk Þorgrímsdóttir
Ert þú að semja ljóð sem þú vilt fá í birtingu hjá Góðum fréttum?
Sendu okkur tölvupóst á godarfrettir@godarfrettir.net