Nóvember: Kvikmynd mánaðarins

    Life Is Beautiful [DVD] [1999]

    Það eru eflaust margir að hugsa með sér að þeir séu búnir að horfa á allar kvikmyndir heims á þessu ári þar sem það hefur ekki verið mikið um nýtt efni. Meira að segja kvikmyndahúsin hafa verið að sýna eldri myndir þar sem stórum hluta kvikmynda-framleiðslu hefur verið frestað vegna Covid-19. Það er því kjörinn tími til að endurupplifa gamlar og góðar kvikmyndir.

    Að þessu sinni verður fallega kvikmyndin Life is beautiful (La vita è bella) fyrir valinu. Life is beautiful er ítölsk kvikmynd sem kom út árið 1997. Sagan gerist í kringum 1930 á Ítalíu og fjallar um áhyggjulausa manninn, Guido sem er bæði bókhaldari og gyðingur. Hann giftist yndislegri konu frá næsta bæ og eignast þau son saman. Þau lifa hamingjusömu lífi þar til Ítalía er hernumin af þýska hernum. Til þess að hlífa syni sínum við hörmungum útrýmingabúða gyðinga notar Guido húmor, ímyndunarafl og viljastyrk til þess að láta eins og helförin sé bara leikur og aðalverðlaunin séu skriðdreki.

    IMDb


    Rotten Tomatoes