Tveir læknaðir af HIV

HIV-veiran. Ljósmynd/CDC

Í dag eru 37.9 milljón manns smitaðir af HIV en það er líka hægt að nálgast allskyns lyfjameðferðir sem gera sjúklingum kleift að lifa lengra og heilbrigðara lífi. Til dæmis má nefna ART (Antiretrovirals), lyf sem hjálpar líkamanum að sporna við veirunni og leyfir þar með ónæmiskerfinu að byggja upp styrk sinn á ný. Lyfið minnkar einnig líkurnar á að veiran smitist og gerir sjúklingum kleift að halda áfram að sinna vinnunni, félagslífinu, samböndum og fjölskyldu.

Nú hafa tveir HIV sjúklingar verið læknaðir af veirunni. Báðir aðilar höfðu þá gengist undir ígræðsluaðgerðir vegna annara sjúkdóma. Þeir voru svo heppnir að gangast undir ígræðslu frá einstaklingum sem voru ónæmir fyrir veirunni, en það er aðeins 10% af heiminum. 

Timothy Ray Brown, sá fyrsti til að læknast af HIV-veirunni. Ljósmynd/Grant Hindsley, NYT.

Samkvæmt New York Times var Timothy Ray Brown kallaður “The Berlin Patient”, fyrsti aðilinn til að læknast af HIV.

Timothy var greindur með HIV árið 1995 þegar hann var í háskóla í Berlín. Hann byrjaði á því að taka lágan lyfjaskammt af AZT lyfjum og lifði almennt góðu lífi í allt að 10 ár þrátt fyrir að vera smitaður. Hann greindist seinna meir með Anemia, semsagt að rauðu blóðsellurnar í líkama hans voru orðnar afar lágar í magni. Í framhaldi voru tekin blóðsýni úr honum og sent til mögulegra stofnfrumugjafa í Þýskalandi. Sýni flestra sjúklinga passa ekki við annan gjafa en Timothy passaði við 267 manns. Þar fékk læknirinn hans hugmynd að því að leita af stofnfrumugjafa sem væri ónæmur HIV. 

Það tókst á tilraun númer 61, þá fundu þeir ónæman gjafa sem samþykkti að standast undir aðgerðina ef nauðsynlegt væri.

Timothy neitaði að undirgangast aðgerðina til að byrja með, líkurnar á að hann myndi lifa hana af voru aðeins 50%. Seinna meir, árið 2006, fór hvítblæðið aftur af stað og ljóst var að ef Timothy ætlaði að lifa af myndi hann þurfa að gangast undir stofnfrumuígræðsluna. Þrem mánuðum seinna var ekki hægt að finna HIV veiruna neinstaðar í Timothy. Hann gat byrjað að mæta aftur í ræktina og mynda vöðva sem hann hefði lengi vel ekki getað vegna veikinda. Timothy var laus við HIV veiruna fram að dauðadag en í 29. september lést hann úr hvítblæði, þá aðeins 54 ára gamall.

Adam Castillejo. Ljósmynd/ATI

Vísindamenn og læknar reyndu lengi að rekja ferlið og finna ástæðuna að baki lækningarinnar án árangurs, ekki fyrr en í mars 2019. Þá gekkst annar karlmaður, Adam Castillejo, eða “The London Patient”, undir beinmergsígræðslu vegna eitilfrumukrabbameins. 

Adam Castillejo gekk í gegnum heilan áratug af ýmis tilraunum og lyfjameðferðum. Hann gekk undir beinmergjaígræðslu síðastliðinn mars vegna eitlifrumukrabbameins og hefur enn ekki fundist HIV í Adam síðan þá.

Rannsakendur telja þetta vera stórt skref í átt að mögulegri lækningu á veirunni. 

Hinsvegar eru hvorugar aðgerðir taldar vera fýsilegur kostur til meðhöndlunar á HIV vegna lífshættu aðgerðarinnar og langtíma aukaverkanna. 

Öflug lyf eru enn talin vera betri kostur fyrir smitaða en rannsakendur munu halda áfram að skoða mögulegar lækningar.