Skógareyðing stöðvuð í Indónesíu

Joko Widodo, forseti Indónesíu. Ljósmynd/Twitter

Forseti Indónesíu, Joko Widodo, setti gildandi stöðvun á leyfi til skógarhöggs. Stöðvunin var fyrst sett fram árið 2011 en forsetinn hefur nú gert hana varanlega. Stöðvunin nær yfir 66 milljón hektara eða 660.000 ferkílómetra af skógum og mólendi, svæði sem er stærra en Frakkland, og getur bjargað svæðinu frá eyðingu.

Indónesía er dæmi um eitt versta tilfelli skógareyðingar í heiminum þar sem um 74 milljón hektarar eða 740.000 ferkílómetrar af regnskógi hefur verið eytt síðustu hálfa öld. Einnig hafa skógareldar verið mikið vandamál og ákvörðun stjórnvalda að setja gildandi stöðvun kom rétt eftir að þau lýstu yfir neyðarástandi í sex héruðum á eyjunum Sumatra og Borneo vegna reyks frá skógareldum. Stöðvunin er því kærkomin og getur skipt sköpum fyrir landið.

Greining Global Forest Watch (GFW) á svæðum stöðvunar sýndi minnkun á skógareyðingu úr 533.000 hekturum árið 2016, í 157.000 og 139.000 hektara árin 2017 og 2018. Bann á skógarhöggi hefur augljóslega gefið góðan árangur.

Áhrifamikil verkefni eins og þessi, ásamt Indland ræðst gegn loftslagsbreytingum og Stórtæk uppfinning Mexíkó gegn loftslagsvanda, sem bæta umhverfi okkar og minnka skaðann sem þegar hefur orðið eru mikilvægur þáttur í framtíð okkar allra.