220 milljón trjám plantað á einum degi

Uttar Pradesh, Indlandi. Ljósmynd/Canva

Fréttir um umhverfismál eru óumflýjanlegar enda er brýn nauðsyn á að vekja athygli á vandamálinu og bregðast við því. Auk þess er nauðsynlegt að samfélagið viti hverju hefur verið áorkað og fólk fái innblástur og von þegar það heyrir af ótrúlegu þrekvirkjum sem unnin hafa verið í þágu jarðarinnar.

Fleiri en milljón manns plöntuðu 220 milljón trjám í Uttar Pradesh sem er eitt fjölmennasta ríki Indlands. Átakið til að berjast á móti loftlagsbreytingum fór fram 9. ágúst 2019 og var sett af stað af ríkisstjórninni til þess að auka skógarvöxt og hreinsa koltvísýring úr andrúmsloftinu.

Indland hefur lofað að halda þriðjungi landsins þöktu trjálendi en það hefur reynst erfitt vegna fólksfjölda og mikillar iðnvæðingar Við settum takmarkið á 220 milljón tré af því að í Uttar Pradesh búa 220 milljón íbúar segir forsætisráðherra ríkisins, Yogi Adityanath.

Gróðursetningin fór fram á 1.430.381 stöðum, þar á meðal í 60.000 þorpum og á 83.000 skógarsvæðum. Var þetta í annað skiptið sem ríkið setur af stað risastórt átak í gróðursetningu, en í júlí 2016 var 50 milljón trjám plantað á einum degi.

Indland er eitt af þrem löndum sem sett hafa af stað verkefni til að berjast á móti loftslagsbreytingum. Verkefnin hafa nú þegar vakið mikla athygli og munu hafa gríðarleg áhrif til framtíðar. Hin tvö eru á vegum Mexíkó og Indónesíu.