Túrmerik til bjargar

Túrmerik hefur lengi verið notað í læknisfræðilegum tilgangi. Það hefur vakið áhuga lækna og vísindamanna sem og matreiðsluáhugafólks þar sem jurtin býr yfir miklum byrgðum af polyphenol curcumin. Eins og segir á síðu á heimasíðu Landsbókasafns Bandaríkja um læknislyf þá er curcumin bólgueyðandi og gott við efnaskiptaheilkenni, liðagigt, kvíða og blóðfituhækkun. Einnig getur það minnkað bólgu sökum líkamsræktar og eymsli í vöðvum sem og auka bata og frammistöðu hjá íþróttafólki. Smá skammtur getur einnig haft góð heilsufarsleg áhrif á þá sem ekki hafa verið greindir með fyrrnefnda sjúkdóma. Helstu kostir jurtarinnar er bólgueyðsla og andoxunarefni. Það eru nokkrir þættir sem hafa áhrif á virknina. Piparín er eitt helsta virka innihaldsefni í svörtum pipar en það getur aukað virkni curcumins um allt að 2000%. Þegar þessir þættir vinna saman aukast heilsuáhrifin.

Nýta má túrmerik á margskonar vegu en hér verður gefin upp uppskrift af næringarríkum og gómsætum túrmerik latte.

Túrmerik Latte
Undirbúningur: 5 mín
Matreiðsla: 5 mín

1 bolli af mjólk/jurtamjólk
¼ tsk af túrmerik
¼ tsk af kanil
¼ tsk af engifer
Piparklípa
Sæta – t.d. hungang, agavesíróp eða stevía eftir smekk.

Setjið öll innihaldsefni saman í pott og hrærið yfir lágum hita, best er að nota mjólkurflóara til að hræra.

Þegar mjólkin er byrjuð að krauma, hellið í bolla og stráið örlítið af kanil yfir.