Kintsugi – Verðmætin eru í brotunum

Við búum í hröðu og öfgafullu samfélagi þar sem erfitt er að ímynda sér að mikið notagildi eða fegurð finnist í brotnum hlutum. Í Japan til forna voru keramikbrot talin mikil verðmæti og voru þau virt, heiluð og færð í sviðsljósið á ný með silfur eða gull útlínum. Brotunum var púslað saman með lakki úr Urushi trénu. Þessi tækni tengist einnig japönskum te athöfnum og því testelli sem þar er notað. Goðsögnin um Kintsugi segir frá japönskum hermanni sem hélt mikið uppá slíka teskál en braut hana. Kintsugi er ákveðin hugmyndafræði sem táknar andstæðuna á milli sundrun og sameiningu. Hún býr yfir umbreytandi heilun gegnum samsetningu brotanna. Þessa speki má yfirfæra yfir á daglegt líf. 

Te athafnir eru stór hluti af japanskri menningu en helsti tilgangur athafnarinnar er skapa rými fyrir rólegt andrúmsloft, andstætt hröðum takti ytri veraldar. Ljósmynd/Canva

Kintsugi goðsögnin
Til eru sögur af hinum mikla japanska hermanni sem braut sína uppáhalds teskál og sendi hana í viðgerð. Þegar hann fékk hana til baka var henni haldið saman af vírlykkjum. Enn var hægt að nota skálina en hermaðurinn varð fyrir miklum vonbrigðum yfir samsetningu hennar. Með von um að endurheimta fyrri fegurð skálarinnar með öðrum glæsilegri hætti bað hann handverksmann að setja hana aftur saman. Handverksmaðurinn hafði aðra leið í huga sem myndi bæði lagfæra skálina og auka á fegurð hennar. Hann bætti varlega við gulllakki á brot skálarinnar og færði svo saman. Þegar hermaðurinn fékk teskálina aftur í hendurnar gengu gullrákir gegnum hana alla sem sögðu sögu hennar. Þessi lagfæringar aðferð varð þekkt sem Kintsugi.

Japönsk Kintsugi skál. Ljósmynd/The Book of Life

Japönsk hugmyndafræði færir virðingu og ró í hinn vestræna heim 
Hægt er að ímynda sér að lífið sé eins og keramikskál. Þegar góðir atburðir gerast þá er skálin gljáandi fægð og falleg en þegar erfiðir atburðir gerast er eins og í skálina komi skrámur eða brot. Hver manneskja upplifir þunga atburði í gegnum ævina sem setja skrámur og brot í skálina fallegu. Manni gæti jafnvel liðið eins og skálin hafi brotnað í þúsund mola. Sjónin á raunverulegum verðmætum skálarinnar getur týnst og viðkomandi reynt að setja hana brösuglega saman svo hún nýtist enn, líkt og vírlykkjurnar í sögunni. Sú aðferð ljáir þeim eflaust að halda áfram en ekki í besta mögulega formi. Kintsugi gengur út á að hvert lítið skref að heilun er eins og að líma saman brotin með gulli. Meiri virðing umvefur hvert skref og heildarmyndin verður sterkari.

Jafnvel þó erfiðum atburðum fortíðarinnar sé ekki breytt er nauðsynlegt að finna réttar leiðir til að vinna úr þeim svo þeir verði ekki yfirráðandi. Djúp sár krefjast virðingu og aðhlynningu svo hægt sé að halda áfram. Með góðri fræðslu, tólum og stuðningi og með því að samþykkja erfiði fortíðarinnar má púsla brotunum saman og lifa jákvæðu, árangursríku og sjálfseflandi lífi.