Mikilvægi lista og menningar á COVID-19 tímum

Reykjavíkurborg. Ljósmynd/Aðsend

Nú þegar faraldur hefur tröllriðið heiminum hefur aldrei verið jafn augljóst hver áhrif menningar og listar eru og mikilvægi þeirra.
Ég hef gengið niður Laugaveginn undanfarna mánuði og fundist ég vera stödd í hálfgerðum draugabæ. Bærinn sem áður skartaði miklu mannlífi var tómur. Staðir stóðu auðir og búðir voru lokaðar ekki eingöngu á kostnað verslunarmanna, heldur einnig almennings.
Vanlíðan og einmanaleiki hefur litað líf margra sem undir öðrum kringumstæðum hefðu getað leitað í listir af ýmsu tagi, til dæmis farið góða tónleika eða á nýja mynd í bíó. 

Menning og mikilvægi hennar
Nú þegar faraldur hefur tröllriðið heiminum hefur aldrei verið jafn augljóst hver áhrif menningar og listar eru og mikilvægi þeirra.

Ég hef gengið niður Laugaveginn undanfarna mánuði og fundist ég vera stödd í hálfgerðum draugabæ. Bærinn sem áður skartaði miklu mannlífi var tómur. Staðir stóðu auðir og búðir voru lokaðar ekki eingöngu á kostnað verslunarmanna, heldur einnig almennings.

Vanlíðan og einmanaleiki hefur litað líf margra sem undir öðrum kringumstæðum hefðu getað leitað í listir af ýmsu tagi, til dæmis farið góða tónleika eða á nýja mynd í bíó. 

Tækifæri til sköpunar
Það hafa margir misst vinnuna á undanförnum mánuðum, og tekjur dregist saman, en á sama tíma hafa tækifæri gefist til listasköpunar af ýmsu tagi.

Listamenn sitja og mála, eru í hugmyndavinnu fyrir væntanleg verk og meðal annars hefur þessi miðill, þessi sem ég skrifa fyrir, orðið að veruleika.

Kvikmyndir sem áður voru gleymdar hafa verið rifjaðar upp, ógrynni af nýrri tónlist komið út og fleiri tækifæri spretta fram.

Viðburðum hefur verið aflýst en aftur á móti hefur sjónvarpið tekið mikinn þunga þeirra ákvarðana og sýnt frá ýmsum tónlistaratriðum með mikilli gleði og sóma. Þjóðleikhúsið var líka með sýningar af gömlum leikritum á Rúv, svo sem Græna landið, Með fulla vasa af grjóti og Englar alheimsins.

Samstaða
Þegar horft er á stöðuna frá jákvæðu sjónarhorni er staðan alls ekki svo dræm.

Ef við beinum athyglinni örlítið frá menningarmálum, þá hef ég orðið var við ýmsar nýjungar sem skapað hafa tækifæri og atvinnu, svo sem heimsendingar og netverslanir sem komist hafa á laggirnar.

Hugur minn og annara hefur verið hjá þeimsem verst standa. 

Öryrkjar og eldriborgarar, sjúklingar og fólk í áhættuhópi getur með ýmsu móti fengið aðgengi að lífsnauðsynjum beint heim að dyrum g vona persónulega að þessir hlutir munu halda sér.

Leiðin til eðlilegrar rútínu
Staðan í landinu er smátt og smátt að komast aftur í samt horf, og leyfi ég mér að vera svo djörf að vænta þess að allt verði komið í eðlilegan farveg fyrir lok þessa árs. Opnunartímar skemmtistaða gætu farið að  að lengjast, en í dag eru þeir  aðeins opnir til klukkan 23.

Að sögn Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns er áhyggjuefni að ef opið yrði lengur en til klukkan 23, yrði meiri ölvun niður í bæ og því sjálfkrafa meira kæruleysi hvað varðar smitvarnir. Erfitt yrði að halda fjarlægð fyrir þá sem það enn kjósa.

Það er bara hluti af því þegar fólk er orðið ölvað þá passar það sig minna og þá er þéttleiki í hópum oft mikill. Þannig að það er þetta sem við höfum áhyggjur af í þessu og erum auðvitað að beina tilmælum til fólks að vanda sig, auðvitað hafa gaman af lífinu og skemmta sér, en líka vanda sig. Við verðum bara að djamma fram á morgun einhvern tímann seinna,“ sagði Víðir í viðtali á Vísi.

Tveggja metra reglunni hefur verið aflétt, en til að mynda eru kvikmyndahús, sem komin eru á fullt skrið, búin að gera ráð fyrir því að það sé enn fólk sem kýs að halda fjarlægð og því salirnir skiptir í hólf. 

„Við skiptum salnum upp í tvö hólf. Annað hólfið, þar verður tveggja metra reglan áfram. Hitt hólfið, þar verður eitt sæti á milli einstaklinga eða hópa og við erum það heppin að vera hluti af einu stærsta miðasölukerfi í heiminum í dag, eina bíóhúsið á landinu, og það eiginlega sjálfkrafa sér um þetta,“ segir Ólafur Þór Jóelsson, framkvæmdastjóri kvikmyndahúsa Senu, í viðtali inni á Vísi.  

Fyrir kvikmyndaunnendur er um að gera að kíkja aftur í bíó en vera jafnframt varir um þessar breytingar.

Tónleikahald er farið aftur af stað, og frá og með 15. júní síðastliðinn takmarkast samkomubann við 500 manns.

Nú þegar daglegt líf fer að komast í samt horf getum við verið viss um að þrátt fyrir erfiðleika, þá ríkir mikil samstaða í samfélaginu okkar og saman getum við tæklað faraldur sem þennan.

Við horfum nú fram á bjartan veg.